Signet login

Signet login er næsta kynslóð af innskráningarþjónustu sem getur til viðbótar við hefðbunda auðkenningu látið fylgja ítargögn um hinn auðkennda, svo sem lögheimili, aldur, kyn og fleira.

Hafa samband
Traust
Innskráningarþjónustan stenst ítrustu kröfur til tækni og öryggis. Möguleiki er á viðbótaröryggi við auðkenningu á rafrænum skilríkjum sem minnkar líkurnar á að einstaklingar séu blekktir til að beita rafrænu skilríkjunum sínum.
Margir möguleikar
Auðkenningum geta fylgt eigindi úr Þjóðskrá, svo sem lögheimili, sveitarfélag, kyn, aldur og fleira. Einnig geta þjónustuveitendur óskað eftir upplýsingum um lögbundin réttindi, svo sem hvort viðkomandi er á læknaskrá.
Auðvelt að tengjast
Auðvelt er að tengjast auðkenningarþjónustu Signet. Innskráningarsíðan er „skinnuð“ með útliti viðskiptavinarins. Stuðningur við SAML og JWT tóka (e.tokens).
Umboðskerfi
Lögaðilar og einstaklingar geta nýtt til að veita einstaklingum umboð til að sýsla með málefni viðkomandi.

Auðvelt í uppsetningu

Aðilar sem hafa nýtt sér auðkenningarþjónustu Ísland.is geta með einföldum hætti tengst Signet login án þess að þurfa að gera breytingar í sínum kerfum aðrar en að vísa á nýja slóð og treysta nýjum aðila. Þetta gerir Signet login að mjög hagkvæmum kosti fyrir þá aðila sem þurfa að finna nýjan þjónustuveitanda þegar innskraning.island.is verður ekki lengur í boði fyrir einkaaðila. Þetta sparar mikla vinnu sem og tíma sem tæki að innleiða móti ólíkri högun.

Skoðaðu Signet lausnir

Rafræn skilríki

Signet login býður upp á auðkenningu með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni (kort, sími og app). Að auki geta erlendir einstaklingar frá yfir 50 löndum auðkennt sig inn með rafrænum skilríkjum frá EvroTrust.

Lausn fyrir rafræna auðkenningu

Signet login

Signet login er víðtæk lausn sem gerir kleift að veita lögbundin umboð fyrir einstaklinga eða prókúruhafa. Umboðin tryggja öryggi og áreiðanleika og hægt er að nota þau sem auðkenni fyrir innskráningu.

Skoða nánar á Signet.is
allar lausnir á einum stað

Signet lausnafjölskyldan

Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla, svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir og þinglýsingar.

Sjáðu allar Signet lausnirnar

Signet lausnir sem færa þig inn í nútímann

Rafrænar undirritanir

Rafrænar undirritanir í Signet eru fullgildar og jafngilda undirritun á pappír

Öruggur rafrænn flutningur gagna

Signet transfer er lausn til þess að senda og móttaka trúnaðargögn rafrænt með öruggum hætti

Nákvæmar tímastimplanir

Signet tímastimplanir er vottuð tímastimplunarþjónusta sem uppfyllir kröfur eIDAS til fullgildra tímastimpla.

Stafræn eyðublöð

Signet forms er stafræn lausn fyrir eyðublöð sem þarfnast undirritunar.

Fréttir af rafrænum viðskiptum

Notkun á rafrænum undirritunum hefur verið að færast í aukana undanfarin ár og meðvitund um mikilvægi þess að rafræn undirritun sé fullgildi skv. íslenskum lögum líka. Advania hefur verið leiðandi í þróun lausna fyrir rafræn skilríki á Íslandi og hjá Advania starfa margir af færustu öryggissérfræðingum landsins á sviði rafrænna skilríkja.
Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.
Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.