Vefverslanir

Við vitum hvað það getur verið erfitt að reka góða vefverslun sem uppfyllir væntingar notenda. Sjálfvirkni er hjartað í vefverslunum. Við hjálpum þér að fækka handtökum til að tryggja að þín vefverslun nái árangri og krafturinn fari í réttu verkefnin.

Spjöllum saman

Skaraðu fram úr með góðri vefverslun

Yfirsýn
Góð vefverslunarkerfi tengjast innri kerfum til að veita stjórnendum rétta sýn á reksturinn í heild.
Snjallar sjálfvirkar teningar
Skila áreiðanlegri vefverslun sem sýnir alltaf rétt verð og birgðastöðu. Gögnin flæða á milli kerfa og spara þannig handtök og bæta upplifun.
Aukin hagkvæmni
Vefverslun er alltaf á vaktinni. Hún nær til stærri hóps og getur verið stærsti búðarglugginn.
Headless möguleikar
Sérsniðin vefverslun að þínum kerfislegu þörfum.

Vefverslun í DynamicWeb

DynamicWeb veitir góða yfirsýn yfir allt sem viðkemur vefverslun, vörustýringu og markaðsmálum. DynamicWeb hentar vefverslunum sem eru með breitt vöruúrval og þurfa öflugt kerfi sem skarar fram úr.

Sjáðu DynamicWeb nánar

Shopify Hydrogen

Shopify Hydrogen er öflug lausn sem gerir þér kleift að búa til sérsniðnar vefverslanir með miklum sveigjanleika. Kerfið býður upp á tengimöguleika við Microsoft Dynamics 365 Business Central og helstu greiðslu- og afhendingaþjónustur. Lausnin er sérstaklega hönnuð fyrir þau sem vilja byggja upp mjög sérsniðnar vefverslanir frá grunni og hafa fullkomið frelsi til að hanna og þróa verslunina þó það krefjist meiri tæknilegrar þekkingar.

Skoða nánar

Traustar og sjálfvirkar tengingar við kerfi sem skipta máli

Við tengjum vefverslunina við rétta kerfið. Hvort sem það eru greiðsluveitur, sendingaraðilar, birgða- og bókhaldskerfi eða markaðskerfi á borð við Google Ads, Hubspot eða CRM kerfi. Því með góðu flæði milli kerfa, getur starfsfólk þess einbeitt sér að stóru myndinni – ekki tækni.

Sjáðu hvernig S4S umbylti rekstrinum með nýrri vefverslun

S4S opnaði glæsilegan vef sem sameinar fimm vefverslanir fyrirtækisins undir einni verslun. Vefurinn var þróaður af veflausnum Advania. Hér er fjallað um helstu atriði sem stuðla að góðum árangri hans.

Veldu kerfi sem vinnur með þér

Aðlagar sig að viðskiptavininum

Snjallt vefverslunarkerfi er hægt að aðlaga að hverjum og einum viðskiptavini, til að bjóða betri og persónulegri þjónustu á vef.

Vinnur með þér í markaðsmálunum

Hámarkaðu árangur markaðsherferða með því að stilla upp einingum sem birtast sjálfkrafa á ákveðnum tíma í vefverslun svo enginn missi svefn… eða af góðum díl.

Eykur viðskiptavinatryggð

Góð og aðgengileg vefverslun stuðlar að því að ánægðir viðskiptavinir koma aftur.

Eigum við að skoða tækifærin í þinni vefverslun?

Þú ert í góðum félagsskap

Headless möguleikar

Með headless er hægt að velja inn kerfi og þjónustuaðila eins og hentar án þess að þurfa að þróa vefinn upp á nýtt. Headless vefir eru mun léttari og sneggri en hefðbundnir vefir og henta því sérlega vel á stórum vefum.

Hvað er eiginlega þetta headless?

Hvað þarf að hafa í huga?

Heyrðu reynslusögur frá S4S og Ölgerðinni á áhugaverðum veffundi um árangursríkar vefverslanir.

Sjáðu upptöku af fundinum

Fréttir og greinar um vefverslanir

Shopify er eitt vinsælasta og þekktasta vefverslunarkerfið á Íslandi í dag. Hydrogen frá Shopify býður viðskiptavinum upp á að smíða sérsniðnar vefverslanir með miklum sveigjanleika og afköstum, byggðar á öflugu vefverslunarkerfi Shopify.
„Shopify hlutinn var ótrúlega einfaldur í uppsetningu með Business Central. Ég hugsa að ég hafi eitt klukkutíma, jafnvel tveimur tímum max, í að koma tengingunni á milli þannig að það flæddu upplýsingarnar,“ segir Guðrún M. Örnólfsdóttir.  „Og það var með lestri á leiðbeiningunum.“
Sjáðu upptöku af afar gagnlegum veffundi þar sem Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna, ræddi við Pétur Halldórsson, forstjóra S4S.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um hvernig góð vefverslun virkar? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.