Vinnan gerð snjallari
Vinnustaðir þar sem margar kynslóðir koma saman, ný mynstur í hópvinnu og samstarfi og sveigjanlegt vinnufyrirkomulag verða sífellt algengari í ýmsum atvinnugreinum. Staðsetning skiptir minna máli. Vinnan verður sífellt stafrænni og allt gengur hraðar fyrir sig. Tæknin ýtir sífellt meira við okkur eftir því sem hraði nýsköpunar eykst og vinnustaðir leggja nú áherslu á að finna réttu verkfærin til að styðja við þessar þarfir innan ramma eðlilegs vinnuflæðis.
- Hlúðu að vinnustaðamenningu
- Virkjaðu og nýttu þekkingu
- Sníddu forystustakk eftir vexti
- Leggðu áherslu á nýsköpun
Microsoft 365
býður upp á fjölbreytt verkfæri fyrir framleiðni, samvinnu og samskipti sem eru sérhönnuð, örugg og sveigjanleg og gera starfsfólki kleift að vinna eins og hentar þeim best án þess að stofna viðkvæmum upplýsingum í hættu.
Power Platform
Gerir þér kleift að breyta úreltum ferlum í sjálfvirka ferla. Með því að einfalda framkvæmd endurtekinna verka og viðskiptaferla getur þú aukið skilvirkni og afköst um leið og þú dregur úr kostnaði, sem gerir vinnustaðnum kleift að gera meira með minna.
Dynamics 365 Business Central
Viðskiptakerfi sem hjálpar fyrirtækjum að tengja saman fjármál, sölu, þjónustu og rekstur á einum stað. Kerfið gefur á einfaldan hátt innsýn í reksturinn og hjálpar þér að vinna hraðar, snjallar og skila betri árangri.
Copilot fyrir Microsoft 365
er spennandi tól sem nýtir krafta gervigreindar til að hnýta saman máltækni og gagnabanka á gagnlegan hátt og efla mátt starfsfólks. Copilot fyrir Microsoft 365 vinnur með hugbúnaði sem er almennt mikið nýttur við leik og störf; Word, Excel, Powerpoint, Outlook, Teams og fleiri.
Betri samvinna
Í síbreytilegu vinnuumhverfi nútímans er góð tenging mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Að skapa tengdan vinnustað þar sem starfsfólk getur unnið saman, átt í samskiptum og deilt þekkingu er forsenda fyrir vexti og velgengni. Þegar starfsfólk finnur fyrir tengslum er það virkara, áhugasamara og afkastameira. Þegar fólk upplifir sig sem hluta af hóp, leiðir það til aukinnar starfsánægju, hollustu og endingar í starfi. Þar að auki stuðlar tengdur vinnustaður að nýsköpunarmenningu þar sem hugmyndir geta flætt frjálst og ný sjónarhorn geta komið fram. Þetta getur leitt til betri ákvarðanatöku, skilvirkari úrlausna vandamála og loks til samkeppnishæfara fyrirtækis. Ef þú vilt byggja upp farsælan og sjálfbæran rekstur skaltu byrja á því að efla tengslin á vinnustaðnum.
Teams
Með fjarfundum, myndsímtölum, samvinnu og sérsniðnum eiginleikum getur Microsoft Teams hjálpað þér að byggja upp sterkari tengsl innan hópsins.
Viva-fjölskyldan
Hannað til að hjálpa starfsfólki að þróa færni sína og þekkingu, fylgjast með því sem er að frétta hjá fyrirtækinu og tengjast öðrum á vinnustaðnum. Þetta stuðlar að meiri tengingu og virkni.
Power BI Dashboard BC
Nýja viðbótin birtir ekki aðeins mikilvæg gögn heldur gerir það líka á aðlaðandi og auðskiljanlegan hátt. Með þessu nýstárlega verkfæri geta fyrirtæki fengið innsýn í rekstur sinn á augabragði og tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á rauntímagögnum.
Gervigreindarráðgjöf
Með sérsniðnum lausnum getur gervigreind aukið skilvirkni, hámarkað hagnað og gefið þér forskot á samkeppnina. Sérfræðingar okkar geta veitt ráðgjöf og sérsniðið lausnir að þínum þörfum
Árangursmælingar
Ef þú vilt að fyrirtækið þitt nái árangri hefur þú ekki efni á því að þreifa þig bara áfram. Nauðsynlegt er að fylgjast grannt með gangi mála og árangursmælikvörðum til að greina hvort aðferðir og nálganir fyrirtækisins beri tilætlaðan árangur. Þannig er hægt að fínstilla ferli, auka skilvirkni og ná settum markmiðum. Mæling á árangri gerir þér kleift að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig skuli úthluta fjármagni, fjárfesta í nýjum framtaksverkefnum og forgangsraða verkefnum sem eru líklegust til að skila árangri.
Þegar árangri og áföngum er fagnað getur það líka virkað hvetjandi á starfsfólk og þannig stuðlað að auknum afköstum og ánægju á vinnustaðnum. Með því að mæla árangur skapast endalaus tækifæri til vaxtar sem og sparnaðar með því að forðast verkefni sem bera ekki árangur. Þannig er hægt að marka skýra stefnu um vöxt og velgengni fyrirtækisins og fullnýta öll tækifæri sem gefast. Ekki missa af tækifæri til að taka fyrirtækið þitt á næsta stig.
Power BI
Sameinar gögn úr ýmsum áttum til að búa til gagnvirk og glæsileg yfirlit og skýrslur sem veita gagnlega innsýn og stuðla að bættum rekstrarárangri.
Microsoft Purview
Það er ekki hægt að innleiða nýjungar án þess að vita hvar gögn eru niðurkomin. Með Microsoft Purview er hægt að tryggja sýnileika, stýra gögnum með öruggum hætti.
Viva Goals
Láttu allan vinnustaðinn flykkja sér á bak við sameiginlegt markmið. Fylgist með og vinnið að markmiðum á öllum stigum til að skapa samræmi, ábyrgð og gagnsæi á öllum vinnustaðnum.
Dynamics 365 Finance
Ekki bara fjármálastjórn heldur líka forvirkar aðgerðir sem styðja við ákvarðanatöku, efla tekjustreymi, minnka áhættu og draga úr kostnaði.
Snjallöryggi
Netöryggi verður sífellt mikilvægara. Afleiðingar öryggisbrests geta verið alvarlegar, allt frá fjárhagslegu tapi til skaða á orðspori og lagalegrar ábyrgðar. Ógnir á netinu verða sífellt háþróaðri og því er nauðsynlegt að taka öryggismál alvarlega og grípa til öflugra ráðstafana til að vernda vinnustaðinn.
Með því að forgangsraða öryggi getur þú verndað viðkvæmar upplýsingar og hugverkum vinnustaðarins.
Sem eigandi eða stjórnandi fyrirtækis ber þér skylda til að vernda starfsfólk þitt, viðskiptavini og samstarfsaðila gegn skaða. Með því að fjárfesta í öryggi sýnir þú að þér er annt um siðferðilega viðskiptahætti og skapar menningu sem byggir á trausti og ábyrgð.
Fjárfestu í réttum verkfærum og ferlum, fræddu starfsfólkið þitt og vertu á varðbergi gagnvart nýjum ógnum. Saman getum við byggt upp öruggari stafræna framtíð.
Microsoft Defender fyrir skýið
Endpoint Management
Skjöldur
Microsoft Secure Copilot
Microsoft Secure Advania Guardian
Ný hugsun í upplýsingatækni
Kerfisstjórn er orðin hluti af daglegum rekstri okkar. Úrelt og óskilvirk upplýsingatæknikerfi geta verið kostnaðarsöm, hægt á rekstri og hindrað vöxt.
Aukin skilvirkni í upplýsingatækni er ekki bara spurning um tækni. Hún snýst einnig um fólk og verkferla. Með því að endurhugsa stefnu í upplýsingatæknimálum getur þú samstillt upplýsingatæknina við viðskiptamarkmið þín, fjarlægt hindranir og stuðlað að menningu sem einkennist af samvinnu og nýsköpun.
Með því að einfalda rekstur og nýta þér nútímatækni getur þú aukið framleiðni, skapað ný tækifæri og brugðist hratt við breyttum markaðsaðstæðum, auk þess að skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini.
Microsoft Virtual Desktop
Gerðu notendum kleift að tengjast tölvum sínum og forritum hvaðan sem er í gegnum skýið. Í hvaða tæki sem er.
Þetta eykur framleiðni og sveigjanleika og auðveldar starfsfólki til muna að sinna störfum sínum í fjarvinnu.
Microsoft Copilot
Microsoft Copilot er spennandi tól sem nýtir krafta gervigreindar til að hnýta saman máltækni og gagnabanka á gagnlegan hátt. Hægt er að nýta Copilot við ýmis dagleg verkefni; sjálfvirknivæða endurtekin verkefni, styðja við samvinnu og skapa efni.
Azure landing zone
Nýttu allt sem Azure hefur upp á að bjóða. Advania styður þig í þinni Azure vegferð – sem hefst með Azure Landing Zone!
Við erum þínir Microsoft sérfræðingar
Hlutverk okkar er að sinna ráðgjöf og eftirfylgni varðandi Microsoft leyfi fyrirtækja. Við veitum stuðning þvert á aðrar deildir innan Advania. Við höfum sérfræðiþekkingu á helstu vörum Microsoft og getum stutt þig á þinni vegferð að árangri með uppbyggingu innviða.
Þú ert í góðum félagsskap
Fréttir af Microsoft lausnum
Tölum saman
Viltu vita meira um Microsoft hjá Advania? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.