Kolefnisreiknivélin

Veflausnir Advania þróuðu reiknivél sem gerir fólki kleift að reikna út kolefnisspor viðburða með einföldum hætti og þannig sjá hvaða skref er hægt að taka til að draga úr losun.

Markmiðið er að auka vitund og ábyrgð í sjálfbærnismálum tengdum viðburðahaldi með því að veita almenningi aðgang að einföldu og notendavænu tóli til að reikna út kolefnisspor viðburða. Kolefnisspor er eitthvað sem allir ættu að láta sig varða og með þessari reiknivél vonumst við til að hvetja fólk til að taka meðvitaðar ákvarðanir þegar kemur að því að skipuleggja viðburð.

Með því að nýta tæknina og taka meðvitaðar ákvarðanir hvernig viðburðir fara fram er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til vegna viðburðahalds. Nú getur hver sem er, hvort sem viðkomandi er að skipuleggja viðburð eða er einfaldlega forvitinn um kolefnisútreikninga, prófað að setja inn mismunandi breytur í reiknivélina til að sjá hvaða áhrif það hefur á losunina.

„Viðburðalausn Advania stóðst allar okkar væntingar og gott betur. Hún er ofureinföld í notkun og breytir leiknum algjörlega þegar kemur að upplifun af rafrænni ráðstefnu.“

Guðrún Finnsdóttir - Nova

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka, mínar síður.
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin