Landspítalaappið

Öflug upplýsingagjöf til sjúklinga og aðstandenda

Landspítalinn hefur lagt ríka áherslu á þróun rafrænna kerfa á sinni stafrænu vegferð. Nýtt app fyrir sjúklinga og aðstandendur er partur af þeirri vegferð Landspítalans. Með appinu er spítalinn að færa gögn nær sjúklingum og aðstandendum til að efla upplýsingagjöfina. Appið gerir starfsfólki Landspítalans kleift að bregðast hratt við og halda sjúklingum upplýstum án mikillar fyrirhafnar.

Sjúklingur verður virkur þátttakandi meðferðar

Farið var í verkefnið til að efla upplýsingagjöf til aðstandenda og sjúklinga. Með appinu á sjúklingurinn að upplifa að hann sé hluti af meðferðarteyminu, hann sé upplýstur um það sem verið er að gera og um það sem er framundan. Notkun appsins hefur áhrif á verklag á deildum spítalans þar sem smám saman eru upplýsingar gerðar aðgengilegar sjúklingum jafnóðum og sjúklingur hefur þar af leiðandi meiri áhrif á skipulagningu meðferðarinnar.

Samstarf til árangurs

Sjúklinga app Landspítalans er þróað og viðhaldið af heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítalans. Hlutverk Advania í verkefninu er að forrita framendann á appinu, en öll verkefni eru niðurbrotin og skipulögð niður í spretti af LSH. Einnig annast Advania útgáfur í App Store og Play Store. Jökulá, sem er samstarfsaðili Advania í stafrænum verkefnum, sér um hönnun á appinu. Samstarf Advania, Landspítalans og Jökulá hefur gengið vonum framar og erum við stolt af afurðinni.

Appið er í stöðugri þróun og er tilgangur þess að styðja við sjúklinga sem nýta sér þjónustu spítalans. Í appinu geta sjúklingar og aðstandendur yfirfarið persónuupplýsingar, fylgst með þróun meðferðar, fylgst með aðgerðum í rauntíma og sent skilaboð á starfsfólk á viðkomandi deild. Í appinu er líka sérstakur stuðningur við sjúklinga á bráðamóttöku. Appið er innleitt í skrefum á deildir innan Landspítalans. Markmiðið er að gera appið aðgengilegt öllum landsmönnum.

„Framúrskarandi þekking Advania á smáforritum hefur reynst okkur einkar vel á Landspítalanum“

Adeline Tracz - verkefnastjóri nýþróunar hjá Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítalans

Tæknistakkurinn

Hjá veflausnum Advania eru reynslumiklir hugbúnaðarsérfræðingar sem hafa sérhæft sig í nútíma tæknistakki þegar kemur að app-gerð. Verkefnið skiptist þannig að Advania skrifar framendann á appinu í React Native með TypeScript og sækir upplýsingar í bakendakóðann sem framkallar Swagger skjölun. Bakendakóðinn er skrifaður og viðhaldið af heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítalans. Appið notar web-methods til að samþætta hin ýmsu kerfi hjá Landspítalanum.

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka, mínar síður.
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin