Starfsþróun
Hjá Advania starfar hæft og vel menntað fólk með ólíkan bakgrunn. Við teljum mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til að þróast og fái endurgjöf sem hjálpar því að vaxa í starfi. Fyrirtækið styður við endurmenntun starfsfólks með ýmsum hætti og er það hvatt til að viða að sér frekari þekkingu með því að sækja nám eða námskeið.
Innan fyrirtækisins er öflugt fræðslustarf um ýmislegt sem viðkemur upplýsingatækni. Ekki síst eru hvetjandi fyrirlestrar og námskeið til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri líðan starfsfólks.
Fréttir og fróðleikur af Advania
Félagsskapurinn
Hjá Advania er öflugt félagslíf. Starfsmannafélagið er skipað framtakssömu fólki sem tekur þátt í að skapa góða stemningu innan fyrirtækisins.
Hjá Advania eru starfræktir fjölmargir klúbbar um ýmis áhugamál starfsfólks. Klúbbarnir standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og fá fjárstuðning frá fyrirtækinu í hlutfalli við þátttöku starfsfólks.
Höfuðstöðvar Advania
Við viljum vera besti vinnustaður landsins og hlúa vel að starfsfólki okkar. Vinnuaðstaðan í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni hefur mótast af óskum starfsfólks og í takt við fyrirtækjamenninguna. Þar er fyrsta flokks mötuneyti, fullbúinn líkamsræktarsalur og búningsaðstaða, fyrirmyndar aðstaða fyrir hjólandi fólk ásamt líflegu kaffihúsi sem Advania rekur.
Vinnuaðstaðan
Á starfsstöðvum Advania eru opin vinnurými þar sem teymi sitja saman. Þar eru einnig sérstök einbeitingarými þar sem hægt er að vinna í góðu hljóði og næði. Starfsfólk fær til umráða fyrsta flokks tölvubúnað frá DELL og hefur möguleika á að vinna þaðan sem því hentar.
Besta mötuneyti landsins?
Úrvalslið matreiðslufólks starfar í mötuneyti Advania og reiðir fram fjölbreyttan og góðan mat á hverjum degi. Allur matur er eldaður frá grunni og er niðurgreiddur af fyrirtækinu. Mötuneytið á stóran þátt í starfsánægju Advania-fólks. Ferskir ávextir og grænmeti eru í boði fyrir starfsfólk allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Á virkum dögum er boðið uppá hafragraut og lýsi í morgunmat.