Stafræn forysta

Flestir vinnustaðir eru á stafrænni vegferð. Ráðgjafar okkar aðstoða fyrirtæki við að efla samkeppnisstöðu sína með stafrænum lausnum.

ÞETTA GERIST EKKI AÐ SJÁLFU SÉR

Hvernig nærð þú stafrænni forystu?

Stafræn vegferð snýst um fólk og innviði. Fólk þarf að hafa þekkingu og færni til að skapa ný tækifæri. Innviðir þurfa að vera nógu sterkir til að geta borið þær tæknilausnir sem vinnustaðir hyggjast nýta við sína verðmætasköpun.

Fyrirtæki sem ná árangri á sinni stafrænu vegferð leiða verðmætasköpun framtíðarinnar. Stjórnendur bera ábyrgð á að móta og skapa fyrirtækjum samkeppnisforskot og stafræna forystu. Advania aðstoðar vinnustaði í hverju skrefi.

Vinnustaður framtíðarinnar reiðir sig á gervigreind

Einfaldara aðgengi að gögnum

Gögn geta verið yfirþyrmandi. Sérstaklega ef það er mikið um þau og breytingarnar á þeim hraðar. Með því að hafa gögnin í skýinu, fæst á auðveldan hátt yfirsýn og innsæi sem áður þekktist ekki.

Sjálfvirkir ferlar

Það er gráupplagt að leyfa gervigreind að sjá um endurtekin og tímafrek verkefni. Með því að sjálfvirknivæða ferla eins og reikningagerð, gagnastjórnun og yfirferð forma, verður til tími hjá starfsfólki til að sinna því sem skiptir mestu máli.

Aukin nýsköpun

Vinnulag starfsfólks mun breytast. Það einbeitir sér frekar að því að leysa vandamál og getur brugðist hraðar við breytingum. Þá skiptir engu hvort um er að ræða mannauðs- fjármála- eða markaðsfólk innan fyrirtækja.

Sjáðu gervigreindarlausnir

Hvernig hefjumst við handa?

Að velja tækifæri til umbóta og nýsköpunar reynist mörgum erfitt. Ráðgjafar Advania styðja stjórnendur og stafræna leiðtoga í að tryggja samspil rekstrar á upplýsingatæknikerfum og framtíðarsýn vinnustaðanna. Í upphafi er staðan metin og framtíðarsýn mótuð með sérfræðingum, hönnuðum og forriturum.

  • Við vinnum þétt með viðskiptavinum okkar á öllum stigum.
  • Við hönnum virðisaukandi lausnir sem svara þörfum viðskiptavina.
  • Við byggjum á áratuga reynslu og erum stöðugt að bæta aðgerðir í notendarannsóknum, þróun, prófunum og teymisvinnu.

Er grunnurinn í lagi?

Traustur grunnur upplýsingakerfa og innviða er undirstaða stafrænnar vegferðar. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera reiðubúin til að aðlagast að  kröfum neytenda.

Mikilvægt er að stjórnendur skapi menningu og skipulag sem styðji við framtíðarsýnina.

Til að ná árangri þurfa stjórnendur að huga að þessu:

  • Eru undirstöður upplýsingatækninnar nægilega sterkar fyrir stafræna sýn fyrirtækisins?
  • Tala upplýsingakerfin nægilega vel saman?
  • Eru möguleikar tækninnar sem vinnustaðurinn býr yfir, nýttir til fulls?
  • Skapar tæknin fyrirtækinu samkeppnisforskot?
Spjöllum saman

Snjallar lausnir sem hjálpa þinni stafrænni vegferð

Fréttir af stafrænni forystu

Á veffundi heyrðum við hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir gervigreindarvegferðina. Flutt voru raundæmi um hvernig fyrirtæki gerðu það á hraðan og öruggan hátt.
Þekking á stafrænni markaðssetningu og netöryggi er stórlega ábótavant hjá stjórnendum, samkvæmt könnun sem gerð var af Stafræna hæfniklasanum í lok ársins 2021.
Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga enn í mótun á mörgum vinnustöðum.
Viltu aðstoð á stafrænni vegferð?

Spjöllum saman