Hvað gerum við?

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við flóknar áskoranir í stafrænum heimi.

Ráðgjöf og hönnun

Ráðgjöf og hönnun

Veflausnir veita ráðgjöf í þróun, hönnun og smíði á stafrænum lausnum

Samþættingar

Samþættingar

við hönnum lausnir sem þarf að samþætta við önnur og flókin kerfi

aukahendur

Aukahendur

Við lánum sérfræðinga sem vinna á staðnum með teymum fyrirtækja

Sérstaða okkar

Við erum sérfræðingar í öryggismálum.

Látum verkin tala

Veflausnasvið veitir ráðgjöf um þróun, hönnun og smíði á lausnum fyrir vef. Við leggjum áherslu á aðgengilega hönnun með sterku viðmóti.

KSÍ

Advania sá um endurhönnun og forritun á ytri og innri vef KSÍ. Á vefnum er mikið lagt upp úr framsetningu á tölfræðiupplýsingum. Vefurinn var valinn efnis- og fréttaveita ársins á Íslensku vefverðlaununum.

Landspítali

Vefir Landspítala, innri og ytri vefur, hafa verið þróaðir hjá veflausnum Advania í meira en áratug og eru með stærstu vefjum landsins. Veflausnir Advania hafa einnig forritað hinar ýmsu sérlausnir fyrir Landsspítala. Árið 2018 voru báðir vefir teknir í gegn með nýju útliti og einföldun á veftré.  

Samráðsgáttin

Samráðsgátt er gagnagrunnur og vefur sem heldur utanum mál til samráðs frá hinum ýmsu ráðuneytum og birtir á vef þar sem almenningur/hagsmunaaðilar geta veitt málum umsögn. 

Dómstólar

Vefir dómstóla landsins (Héraðsdómstóla, Landsréttar og Hæstarétts) voru unnir hjá Veflausnum Advania. Um mikla sérforritun er að ræða þar sem útfærð var afar nákvæm leitarvél með Lucene index og vefirnir sækja og uppfæra mál í sérstöku málakerfi dómstólanna í gegnum vefþjónustur.  

Cata app

Vörulistaapp fyrir sölumenn á ferðinni. Lausnin tengist beint inní viðskiptakerfi sölumanns og speglar appið þær vörur sem eru í viðskiptakerfi fyrirtækisins.