með augum notenda

Við hjálpum þér að ná þínum markmiðum

Áskoranir fyrirtækja og stofnana verða sífellt flóknari  í stafrænum heimi. Við kappkostum að mæta þeim með einföldum lausnum sem bæta stafrænt viðmót og um leið þjónustu.  

 Lausnir okkar eru hannaðar með þarfir viðskiptavina viðskiptavina okkar  í huga. Skilningur fyrirtækisins og upplifun notandans eru lykilatriðin. Krafan er einföld: Aðgengi að upplýsingum og þjónustu á augabragði hvar og hvenær sem er.  

Samspil ólíkra kerfa er gjarnan forsenda þess að hægt sé að mæta þessum áskorunum.  Þar kemur sérfræðiþekking okkar til skjalanna með tæknilegar útfærslur ásamt vandaðri viðmóts- og útlitshönnun.

 Við uppfyllum ávallt allar kröfur stjórnvalda um öryggi, persónuvernd, aðgengi blindra og sjónskertra o.fl. Við freistum þess einnig að vera fetinu framar og setja ný viðmið hvar sem því verður við komið.  

Reynsla og snerpa

Við höfum unnið að veflausnum í yfir 20 ár. Á þeim tíma hefur myndast öflugt teymi sérfræðinga með þekkingu á öllu því sem þarf til að skila vandaðri vöru og getu til að bregðast hratt við aðstæðum.

Liðsauki í vinnu

Við mætum á vettvang til viðskiptavina okkar hvenær sem þurfa þykir. Náið samstarf við viðskiptavininn hefur margsinnis sannað gildi sitt fyrir aukna þekkingu og færni á heimaslóðum.

Traustur grunnur

Breitt vöruval, reynsla og þekking innan vébanda Advania eykur virði fjárfestingar þinnar í stafrænum lausnum og auðveldar áframhaldandi þróun á traustum grunni.

ÁSKORANIR FYRIRTÆKJA

Við bætum stafræna þjónustu

Að finnast í leit

Notendur eru óþolinmóðir og horfa ekki langt niður eftir röð leitarniðurstaðna. Vönduð útfærsla efnis hvað leitarvélar varðar kemur þér framar í röðina. Við munum gera okkar besta til þess að þú verðir „númer eitt í röðinni“!

Snjallari leiðir

Birting upplýsinga þarf að vera vönduð á öllum tækjum. Nýjustu tölur sýna að meirihluti notenda vefja er á ferðinni með snjalltæki í hönd.

Breytt kauphegðun og vefverslanir

Neytendur kynna sér í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja á vefnum áður en farið er af stað og taka jafnvel ákvörðun án þess að koma í heimsókn. Það innlit þarf að nýta til hins ýtrasta með skýrri framsetningu, vandaðri viðmótshönnun sem hvetur fólk til aðgerða ásamt því að ná til fólks á ný með stafrænni markaðssetningu.

Samspil ólíkra kerfa

Notendur vilja spara sér sporin – sem getur sparað þér sporin til lengri tíma litið. Með því að auka stafræna þjónustu og tengja saman ólík kerfi má slá margar flugur í einu höggi; fækka handtökum, minnka pappírsflóðið, spara tíma og síðast en ekki síst: Auka ánægju notenda.

Öryggi og persónuvernd

Á sama tíma og framboð stafrænna lausna eykst aukast kröfur um öryggi upplýsinga. Ný lög er varða net- og upplýsingakerfi ásamt persónuvernd eru grein af sama meiði. Við kunnum þessar bækur utan að og mætum nýjum tilskipunum til hins ýtrasta.

Aukinn árangur með stafrænni markaðssetningu

Með samspili vandaðs vefs og notkun leitarvéla og samfélagsmiðla má fylgjast með umferð og hegðun notenda með nákvæmum mælingum. Það gefur yfirsýn yfir hvað virki betur en annað og auðveldar samskipti við „fastakúnna“ ásamt því að vekja athygli annarra.

Já takk, ég er til í að heyra í ráðgjafa varðandi mín tækifæri til að bæta þjónustu.

Fá frían ráðgjafafund

Verkin tala

Nokkur dæmi um lausnir frá veflausnum Advania

Mínar síður / þjónustusíður

Mínar síður eða þjónustusvæði fyrirtækja og stofnana gefa notendum kost á að nálgast upplýsingar á einum stað, fá yfirlit yfir stöðu sinna mála og í mörgum tilfellum afgreitt sig sjálfir - hvar og hvænær sem er. 

Veflausnir Advania hafa aðstoðað fjölda fyrirtækja og stofnana við að þróa og smíða Mínar síður, hvort sem um er að ræða fyrir stærri eða smærri rekstaraðila.

Með Mínum síðum má spara kostnað og tíma við afgreiðslu mála.


Signet - virkjaðu rafrænar undirritanir á þínum vef

Með einföldum hætti má virkja rafrænu undirritunarlausnina Signet í vefumsjónarkerfinu LiSA. Það þýðir að vefir sem byggja á LiSA geta boðið upp á að samningar, umboð eða eyðublöð séu undirrituð á rafrænan hátt.

Lausnin uppfyllir ströngustu öryggiskröfur og er notuð af opinberum stofnunum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Rafrænar undirritanir spara notendum sporin og flýta afgreiðsluferli.

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umSignet - virkjaðu rafrænar undirritanir á þínum vef

Hönnunarsprettir (Design Sprint)

Við þróun stafrænna lausna er að mörgu að huga. Nýsköpun verður til í nánu samstarfi hagsmunaaðila, notenda og sérfræðinga. Við vinnum markvisst með viðskiptavinum að stafrænni þróun og samtvinnum fjölbreyttar aðferðir hönnunarhugsunar við Agile hugbúnaðarþróun. Við setjum saman þverfagleg teymi og getum þannig leyst allar þínar áskoranir. 

Við hjálpum þér að setja viðskiptavininn í forgrunn og greina tækifæri til nýsköpunar á þinni stafrænu vegferð.

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umHönnunarsprettir (Design Sprint)

App lausnir

Innan veflausna starfar öflugt teymi forritara sem þróað hafa ýmis öpp sem einfalda notendum lífið.

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umApp lausnir

Ánægjulegt Samstarf

Á meðal viðskiptavina

Sameyki logoKSÍ logoLín logoByko logo
Biskupsstofa logo
Rarik logo
Virk logo
VR logo
Skeljungur logo
Umhverfisstofnun logo
Seðlabanki Íslands logo
Landspítalinn logo

Verkin tala

Nokkur dæmi um verkefni frá veflausnum Advania

Vefgátt fyrir tilkynningar á öryggisbrestum

Tilkynningargáttin var smíðuð af veflausnum Advania og unnu sérfræðingar okkar að tæknilegri- og grafískri hönnun, forritun og uppsetningu gáttarinnar ásamt verkefnastýringu í samvinnu við samstarfsaðila.

Mikil áhersla var á öryggis- og aðgengismál en lausnin er afar notendavæn og leiðir notendur áfram skref fyrir skref.
Gáttinni fylgir stjórnborð sem stofnanir sem standa að gáttinni hafa aðgang að og geta sent mál sín á milli ásamt því að sjá greinargott yfirlit yfir stöðu mála.

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umVefgátt fyrir tilkynningar á öryggisbrestum

Ilva vefverslun

Veflausnir Advania settu upp vefverslun fyrir verslunina Ilvu. Mikið var lagt upp úr leitarvélinni sem fær mikið vægi á vefnum. Um leið og notandi byrjar að slá inn leitarorð eru fyrstu niðurstöður sóttar og birtar á skýran hátt með mynd, vörunúmeri og verði í fellilista.

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umIlva vefverslun

KSÍ

Advania sá um endurhönnun og forritun á ytri og innri vef KSÍ. Á vefnum er mikið lagt upp úr framsetningu á tölfræðiupplýsingum. Vefurinn var valinn efnis- og fréttaveita ársins á Íslensku vefverðlaununum.

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umKSÍ

Samráðsgátt

Samráðsgátt er gagnagrunnur og vefur sem heldur utanum mál til samráðs frá hinum ýmsu ráðuneytum og birtir á vef þar sem almenningur/hagsmunaaðilar geta veitt málum umsögn. 

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umSamráðsgátt

Dómstólar

Vefir dómstóla landsins (Héraðsdómstóla, Landsréttar og Hæstaréttar) voru unnir hjá Veflausnum Advania. Um mikla sérforritun er að ræða þar sem útfærð var afar nákvæm leitarvél með Lucene index og vefirnir sækja og uppfæra mál í sérstöku málakerfi dómstólanna í gegnum vefþjónustur.  

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umDómstólar

Landspítali

Vefir Landspítala, innri og ytri vefur, hafa verið þróaðir hjá veflausnum Advania í meira en áratug og eru með stærstu vefjum landsins. Veflausnir Advania hafa einnig forritað hinar ýmsu sérlausnir fyrir Landsspítala. Árið 2018 voru báðir vefir teknir í gegn með nýju útliti og einföldun á veftré.  

Nánar um verkefni
Hlekkur - Sjá nánar umLandspítali

Umræðan

Blogg um veflausnir

frír ráðgjafafundur

Við förum yfir þín stafrænu tækifæri