Veflausnir Advania settu upp vefverslun fyrir verslunina Ilvu. Vörur og upplýsingar þeim tengdar s.s. lagerstaða og tilboðsverð, eru sóttar sjálfkrafa í Dynamics NAV sem einfaldar viðhald fyrir notendur.

Mikið var lagt upp úr leitarvélinni á vefnum. Um leið og notandi byrjar að slá inn leitarorð eru fyrstu niðurstöður sóttar og birtar á skýran hátt með mynd, vörunúmeri og verði í fellilista. Notandi kemst þannig beint inn í þá vöru sem hann hefur áhuga á, án þess að þurfa að leita frekar. Ef notandinn kýs hins vegar að sjá allt, þá birtast allar niðurstöður á sér síðu þar sem hægt er að raða eftir verði eða nafni.



