Veflausnir

Okkar markmið er að hjálpa þér að ná samkeppnisforskoti. Saman stígum við skrefið inn í stafræna vegferð með ráðgjöf, greiningu, vefhönnun og þróun.

Gerum þetta saman

Eitt stopp fyrir allt sem viðkemur stafrænum lausnum

Vefverslanir

Öflug vefverslun er forsenda fyrir samkeppnishæfni endursöluaðila. Vefverslun er opin allan sólarhringinn og veitir þínum viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu í rauntíma.

Vefumsjónakerfi

Öflugur vefur er andlit fyrirtækisins. Veva vefumsjónakerfi Advania er einfalt og þægilegt kerfi fyrir þína vefsíðu. VEVA er notendavænt CMS kerfi sem getur tengst öðrum kerfum.

App lausnir

Snjalltæki hafa tekið yfir okkar daglega líf. Applausnir okkar spanna breitt svið með því markmiði að hjálpa viðskiptavinum að straumlínulaga ferla, leysa vandamál og einfalda hversdagsleikann með notkun appa.

Stafrænn viðburður

Hittumst á netinu! Velkomin er stafræn lausn til að halda glæsilega viðburði, ráðstefnur og kynningar á netinu. Lausnin er skalanleg eftir stærð viðburða og veitir áhorfendum möguleika á virkri þátttöku.

Hugbúnaðarþróun

Okkar verkefni er að búa til verðmæti með snjallri notkun upplýsingatæknilausna. Við aðstoðum þig við að einfalda ferla, bæta notendaupplifun og tryggja upplýsingaflæði milli kerfa. Svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best.

Er vefurinn að vinna með þér?

Eitt kerfi? Mörg kerfi? Við einföldum þér og viðskiptavinum þínum lífið með því að samþætta ólík kerfi og aukum þar með skilvirkni, sjálfvirkni og ábata fyrir alla.

Vefverslanir

Öflug vefverslun er forsenda fyrir samkeppnishæfni endursöluaðila. Vefverslun er opin allan sólarhringinn og veitir þínum viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu í rauntíma.

Vefumsjónakerfi

Öflugur vefur er andlit fyrirtækisins. Veva vefumsjónakerfi Advania er einfalt og þægilegt kerfi fyrir þína vefsíðu. VEVA er notendavænt CMS kerfi sem getur tengst öðrum kerfum.

Applausnir

Snjalltæki hafa tekið yfir okkar daglega líf. Applausnir okkar spanna breitt svið með því markmiði að hjálpa viðskiptavinum að straumlínulaga ferla, leysa vandamál og einfalda hversdagsleikann með notkun appa.

Stafrænn viðburður

Hittumst á netinu! Með stafrænum lausnum er hægt að halda glæsilega viðburði, ráðstefnur og kynningar á netinu. Lausnin er skalanleg eftir stærð viðburða og veitir áhorfendum möguleika á virkri þátttöku.

Hugbúnaðarþróun

Okkar verkefni er að búa til verðmæti með snjallri notkun upplýsingatæknilausna. Við aðstoðum þig við að einfalda ferla, bæta notendaupplifun og tryggja upplýsingaflæði milli kerfa. Svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best.

Er vefurinn að vinna með þér?

Eitt kerfi? Mörg kerfi? Við einföldum þér og viðskiptavinum þínum lífið með því að samþætta ólík kerfi og aukum þar með skilvirkni, sjálfvirkni og ábata fyrir alla.

frá augum notandans

Hönnun í samstarfi við Jökulá

Í nánu samstarfi við hönnunarstofuna Jökulá sköpum við framúrskarandi lausnir fyrir okkar viðskiptavini.

Til að tryggja að vefurinn skapi virði fyrir reksturinn veitum við ráðgjöf varðandi hönnun. Við metum út frá þörfum hvers viðskiptavinar og verkefnis hvernig þeirri ráðgjöf er háttað. Hjá Advania er breið þekking á útlitshönnun, notendaupplifun og viðmótshönnun. Við upphaf verkefna höldum við hönnarspretti eða vinnustofur til að hámarka árangur veflausna sem við smíðum.

Heimasíða Jökulá

Með þér á stafrænni vegferð

Veflausnir Advania er ein af stærstu vefstofum landsins. Hjá okkur færðu allt sem tengist vefmálum, hvort sem það er ytri eða innri vefur, app, ráðstefnulausn eða hvaða sérsmíði sem gæti skapað virði fyrir þinn vinnustað.

Við nýtum krafta 600 sérfræðinga Advania til að leysa allar þær flóknu áskoranir sem þitt fyrirtæki stendur frammi fyrir.

Er vefurinn að vinna með þér?

Ert þú að hlusta á gögnin?

Við hönnun og smíði á vefsíðum er mikilvægt að setja sig í spor notenda og athuga hvað skilar árangri. Réttu gögnin segja þér hvaða upplifun viðskiptavinir hafa á þínu fyrirtæki - þú þarft bara að hlusta. Við aðstoðum þig að koma upp réttum greiningartólum út frá þínum vef og rekstri svo að þú getir farið að taka gagnadrifnar ákvarðanir.

Kiknar vefurinn undan álagi?

Álagsprófanir á vefþjónum og veflausnum líkja eftir hundruðum notenda að framkvæma aðgerðir inni á vefnum á sama tíma.  Þær sýna hvar veikleikar vefsins liggja og skapa tækifæri til að styrkja þá. Það skiptir miklu máli að vita hversu vel vefurinn þolir álag margra notanda í einu. Það gefur svigrúm til að styrkja vefinn og gera ráðstafnir fyrir stærstu álagsdagana. Við setjum upp réttu álagsprófin fyrir þinn vef.

Verkin tala fyrir sig

Dæmi um verkefni sem við höfum unnið

Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin

Tæknistakkurinn

Fréttir af veflausnum

Kristján Þorvaldsson hefur tekið við hlutverki forstöðumanns veflausna hjá Sérlausnum Advania. Kristján hefur mikla reynslu úr upplýsingatækni. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BS gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá sama skóla. Auk þess er Kristján vottaður IPMA verkefnastjóri á C stigi.
„Liðsauki er þjónusta sem við bjóðum upp á og snýst í grófum dráttum um að fá auka hendur inn í verkefni sem eru í gangi hjá viðskiptavinum,“ segir Valeria Rivina Alexandersdóttir forstöðumaður hjá sérlausnasviði Advania.
Sjáðu upptöku af afar gagnlegum veffundi þar sem Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna, ræddi við Pétur Halldórsson, forstjóra S4S.