Nýjasta nýtt - 6.9.2022 15:12:42

Ert þú klár í Haustráðstefnuna?

Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.

Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni. Bragi Gunnlaugsson og Magnea Gestrún Gestsdóttir, sérfræðingar í markaðsdeild Advania tóku saman hagnýt ráð til að auka upplifun gesta.

Á netinu eða á staðnum? Af hverju ekki bæði?

Eins og frægt er orðið fer ráðstefnan í ár fram með svokölluðu hybrid móti. Allir fyrirlestrar eru sendir beint út á netinu og verða svo aðgengilegir eftir á. Þau sem höfðu snöggar hendur og nældu sér í sæti í Eldborg hafa svo tækifæri til að berja dýrðina augum í Hörpu eftir hádegi á föstudag. Kosturinn við blandað ráðstefnuhald er að þátttakendur geta tekið þátt eftir sínum hentugleika og horft þegar þeim hentar. Það getur verið ómetanlegt að eiga möguleika á að horfa á erindið seinna eða hreinlega  aftur þegar komið er heim í kósýgallann.

Fyrir ráðstefnu

Settu saman þína dagská á ráðstefnuvefnum svo þú missir ekki af þínum uppáhalds fyrirlestrum.

Á Haustráðstefnunni ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Því um 40 fyrirlestrar eru á dagskrá. Umfjöllunarefni eru allt frá gagnavísindum, spunatækni, öryggismálum, UX & UI, geðheilbrigði til mikilvægi fjölbreytileikans í hinum ýmsu greinum. Til þess að skoða dagskrána ferð þú einfaldlega á vefsíðu rástefnunnar og skráir þig inn með netfanginu sem þú notaðir við skráningu. Með því að setja hjarta við fyrirlestur birtist hann undir „Mín dagskrá“. Þar má finna yfirlit yfir þá dagskrárliði sem þú hefur valið.

Áttu sæti í Hörpu eftir hádegi á föstudaginn?

  1. Dagskáin í Hörpu hefst kl. 13 föstudaginn 9. september. Þar geta gestir horft á 10 fyrirlestra.
  2. Mættu tímanlega og njóttu Hörpu. Það sakar ekki að vera snyrtilega til fara – kannski verður þú í mynd 😀
  3. Eftir ráðstefnu eru allir gestir sem eiga sæti velkomnir að þiggja kokteil í boði Dell. Þar getur þú spjallað við fyrirlesarana og fólk úr fjölbreyttum áttum úr atvinnulífinu. Þetta er einstakt tækifæri til að hitta fólk úr bransanum. Við mælum með þú staldrir við eftir síðasta fyrirlestur og spjallir við hina gestina.
  4. Á staðnum verða jafnframt kynningarbásar frá samstarfsaðilum okkar. Þar sem þeir kynna starfsemi sína og tækninýjungar. Það er aldrei að vita nema ferð á básana skili sér í glæsilegum verðlaunum!

Ætlarðu að fylgjast með beinni útsendingu?

  1. Mættu tímanlega. Mesta fjörið er auðvitað að fylgjast með fyrirlestrum í beinni útsendingu. Mættu á „svæðið“ tímanlega og kynntu þér stafrænan heim ráðstefnunnar. Gott er að skrá sig inn á vefinn 10 mínútum áður en fyrsti fyrirlestur hefst.
  2. Njóttu hljómgæðanna. Við mælum með því að þú notir heyrnartól eða góða hátalara. Þá verður upplifunin eins og best verður á kosið.
  3. Stærri skjár, betri upplifun. Ráðstefnuvefurinn er hannaður með allar gerðir snjalltækja í huga. Það er því hægt að njóta Haustráðstefnu Advania í símum og spjaldtölvum, en fyrir bestu upplifunina mælum við með að þú horfir í tölvu.
  4. Veldu vafra. Það skiptir ekki máli hvaða vafri er valinn. Allar nýjustu útgáfur af Chrome, Firefox. Safari, Microsoft Edge virka vel.
  5. Gaman saman. Tilvalið er að samstarfsfélagar komi saman og horfi á ráðstefnuna. Svo hvetjum við vitaskuld alla til að deila gleðinni á samfélagsmiðlum undir merkinu #haustradstefna
  6. Taktu þátt í umræðunni. Þú getur sent inn athugasemdir og spurningar á meðan fyrirlestrum stendur í gegnum spurningakerfið Slido. Það verður sýnilegt við útsendingagluggann.  Ef þú lendir svo í vandræðum erum við alltaf til taks í “Hafa samband” glugganum sem finna má í valmynd.

Við hlökkum til að sjá þig á Haustráðstefnu Advania 2022.

Áttu eftir að skrá þig á ráðstefnuna? Græjaðu það í einum grænum á ráðstefnuvefnum - það kostar ekkert að fylgjast með og taka þátt!

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Fréttir
01.10.2025
Í Öryggisoktóber ætlum við hjá Advania að bjóða upp á einn morgunverðarfund og þrjá veffundi þar sem öryggismál eru í fyrirrúmi.
Fréttir
01.10.2025
Advania hélt úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Mannauðsdeginum 2025, sem fram fór í Hörpu 3.október. Upptakan frá útsendingunni er nú komin inn á vefinn.
Fréttir
29.09.2025
Þriðjudaginn 30. september héldum við veffund í beinni útsendingu undir yfirskriftinni Samtalið mótar menninguna: Hvert er hlutverk stjórnenda í að byggja upp traust, tengsl og árangur? Guðríður Hjördís Baldursdóttir vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania ræddi þar við Helenu Jónsdóttur framkvæmdastjóra hjá Mental ráðgjöf.
Fréttir
25.09.2025
Yfir 280 viðskiptavinir mættu á morgunverðarfundinn Framtíðin er sjálfvirk - með Copilot Studio. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni en sýnt var frá viðburðinum í streymi á glæsilegri starfsstöð okkar á Akureyri og einnig á Egilsstöðum.
Fréttir
19.09.2025
Advania hefur ráðið til sín Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.
Blogg
18.09.2025
Það var líflegt andrúmsloft á skrifstofu Advania á Akureyri þegar gestir komu saman í dag til að kynna sér nýjustu lausnir í netöryggi, fjarfundabúnaði og tölvubúnaði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin eftir því. Skemmtilegur morgunn þar sem tæknin var í forgrunni.
Blogg
18.09.2025
Er þinn vinnustaður með aðgang að vefverslun Advania? Ef ekki, eru hér fimm prýðilegar ástæður fyrir því að þið ættuð að stofna aðgang í einum grænum.
Blogg
18.09.2025
Í nýjustu útgáfu American Customer Satisfaction Index (ACSI) fyrir árið 2025 kemur fram að almenn ánægja viðskiptavina með tölvur hefur dalað lítillega á milli ára. Þrátt fyrir þessa þróun sker Dell sig úr sem eina vörumerkið þar sem ánægja viðskiptavina eykst.
Blogg
17.09.2025
Í daglegu lífi okkar erum við stöðugt umkringd tölvubúnaði sem uppfærist hratt með nýrri tækni. Þessi hraði veldur oft því að búnaður verður úreltur áður en hann hefur náð fullum líftíma sínum. Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu tölvubúnaðar og tryggja að úreltur búnaður sé fargað á öruggan og ábyrgan hátt.
Blogg
16.09.2025
Í síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur til mannauðsstjóra og launafólks aukast stöðugt, skiptir öllu máli að hafa aðgang að sveigjanlegum og öruggum lausnum sem einfalda daglega vinnu og eykur yfirsýnina.
Blogg
15.09.2025
Við hjá Mannauðslausnum Advania höfum í mörg ár þjónustað fjöldann allan af viðskiptavinum í gegnum viðverukerfin Bakvörð og VinnuStund.  Þessi rótgrónu kerfi styðja við flókin kjarasamningsumhverfi hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum á Íslandi.
Blogg
15.09.2025
Mannauðsdagurinn er stærsta samkoma mannauðsfólks á hverju ári. Sem fyrr ætlar Advania að vera með viðveru á sýningarsvæði ráðstefnunnar, en þetta árið erum við sérstaklega spennt fyrir að kynna enn meira af lausnaframboði okkar á fjölmörgum básum.
Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Blogg
10.09.2025
Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.
Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Blogg
08.09.2025
Það var líf og fjör á Haustráðstefnu Advania þar sem Verkada var bæði með hliðarviðburð og sýningarbás og fengu gestir tækifæri til að kynnast lausninni og sjá hvernig gervigreindin nýtist í öryggis- og rekstrarvöktun.
Blogg
08.09.2025
Isavia valdi Power Platform þegar kom að því að smíða og innleiða nýja lausn fyrir innkaup starfsfólks.
Fréttir
05.09.2025
Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.
Fréttir
03.09.2025
Í dag fer fram vefdagskrá Haustráðstefnu Advania. Vefráðstefnan er frí og opin öllum sem skrá sig.
Blogg
25.08.2025
Á vinnumarkaði þar sem kröfur um sveigjanleika, mannlega leiðtoga og sálfræðilegt öryggi aukast stöðugt, skiptir ekki lengur máli bara hvernig við tengjumst starfsfólki heldur einnig hversu reglulega.
Fréttir
24.08.2025
Haustráðstefna Advania fer fram 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn er á vefnum en seinni daginn fyllum við Silfurberg í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.