Signet

Signet er pappírslaus lausn frá Advania fyrir nútímann. Hægt er að senda skjöl á öruggan hátt, skrifa undir þau og jafnvel veita umboð. 

 

Signet

Rafrænar undirritanir

Signet er nútímaleg, örugg og fljótleg leið til að skrifa undir skjöl. Hægt er að undirrita skjöl rafrænt hvar og hvenær sem er með rafrænum skilríkjum - hvort sem er í síma eða tölvu.

Fullgild rafræn undirritun í Signet jafngildir undirritun með penna og engin takmörkun er á fjölda þeirra sem skrifa undir. 

Fyrir öryggið

Signet uppfyllir kröfur reglugerðar EU (eIDAS) um rafrænar undirskriftir, GDPR og ISO27001. Skrifað er undir með rafrænum skilríkjum og því engin hætta á fölsuðum undirskriftum.

Fyrir þægindin

Notendur geta skrifað undir í snjalltækjum - hvar og hvenær sem er. Undirskriftin skilar sér strax rafrænt og því engin þörf lengur á að skreppa á staðinn og skrifa undir.

Fyrir umhverfið

Segðu bless við pappírinn, umslögin, skjalaskápana og póstburðinn með rafrænum undirritunum. 

Af hverju að flækja hlutina?

Að skipta yfir í stafrænar undirritanir er jafn auðvelt og að nota þær. Notandinn skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, velur sér áskrift sem hentar og greiðir með kreditkorti. Að sjálfsögðu er einnig hægt að fjárfesta í stökum undirritunum í frelsi.

 

 

Signet Transfer

Stafrænn flutningur gagna

Lausn til að senda og móttaka trúnaðargögn með rekjanlegum hætti 

Notendur geta sent öðrum skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum. Gögnum er eytt úr Signet Transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau. Þegar gögn eru send inn í Signet Transfer eru þau dulkóðuð þannig að viðtakandi er sá eini sem getur opnað þau. Í lausninni er mikil áhersla lögð á rekjanleika svo á hreinu sé hver tók á móti skjölunum og á hvaða tíma. Signet Transfer er því eins og rafrænn ábyrgðapóstur.

  • Öryggi í sendingum á trúnaðargögnum og einfaldar miðlun þeirra
  • Sleppur við að senda gögn í ábyrgðapósti. Minni líkur á að trúnaðargögn fari á flakk
  • Minni pappír og fljótari afhending

 

 

 

 

Signet Forms

Rafræn eyðublöð

Rafræn eyðublöð til útfyllingar og undirritaðar með rafrænum undirritunum. 
Það er einfalt og fljótlegt að setja upp eyðublöð eða skjöl í gagnvirk form svo hægt sé að fylla þau út og undirrita rafrænt.  

 

 

Signet Team

Rafrænar undirritanir fyrir teymi

Signet Team henta fyrirtækjum mjög vel. Þar er hægt að bæta starfsmönnum inn í teymi sem vinna sameiginlega að undirritun skjala. Teymin eru aðgangsstýrð til að tryggja öryggi gagna.

 

  • Rafræn undirritun - hvar og hvenær sem er
  • Aðgangsstýring
  • Enginn pappír 
  • Algjört öryggi og mikill tímasparnaður

Fáðu fría ráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan