Við sérsníðum lausnir fyrir þig

Hjá Advania geturðu bæði nálgast lausnir sem lúta að mjög sértækum verkum og rekstri auk þess að við erum alltaf tilbúin að sérsmíða lausnir sem henta þér fullkomlega.

Afgreiðslu- og verslunarlausnir

Skjót og örugg afgreiðsla er lykilþáttur í þjónustu viðskiptavina og við eigum lausnina sem hentar þér og þínu fyrirtæki. Hjá okkur finnur þú sniðugar snjalltækjalausnir, heildstæðar verslunar- og veitingalausnir, sjálfsafgreiðslulausnir og ýmislegt annað sem eykur gæði þjónustunnar við þína viðskiptavini.

Kassakerfi

Þegar kemur að því að opna og reka verslun þar sem viðskiptavinir mæta á staðinn er nauðsynlegt að hafa traust og öruggt kassakerfi og þægilegar greiðslulausnir.

Við bjóðum upp á mikið úrval kassakerfa og afgreiðslukassa frá helstu viðurkenndum framleiðendum á markaðnum. Leyfðu sérfræðingum okkar að aðstoða þig við að finna kassakerfi sem hentar þínum þörfum og kröfum. 

Samþætting og ferlalausnir

Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum hér á landi treysta á samþættingarlausnir Advania til að auka skilvirkni. Með sjálfvirkum flutningi gagna og samnýtingu þeirra sparar þú tíma og fækkar innsláttarvillum.

GDPR lausnir

Ný löggjöf Evrópusambandsins um verndun persónuupplýsinga (GDPR) kemur til með að setja ríkari kröfur á fyrirtæki um meðferð persónuupplýsinga en það er ekkert að óttast, við hjálpum þér að mæta þessum kröfum!

Fjármálaþjónustulausnir

Advania hefur um árabil boðið upp á vandaðar, áreiðanlegar og öruggar lausnir sem eru sniðnar að þörfum fjármálafyrirtækja. Meðal samstarfsaðila okkar eru heimsþekkt fyrirtæki sem státa af mikilli reynslu af þróun, smíði og hönnun á fjölbreyttum tækja- og hugbúnaðarlausnum fyrir fjármálaiðnað.

Kerfi fyrir menntastofnanir

Advania hefur lausnirnar til að halda utan um skólamálin í leikskólum, menntaskólum, frístundaheimilum og víðar. Skólastjórnunarkerfið Inna og Vala, upplýsingakerfi fyrir leikskóla bjóða mikla aðlögunarmöguleika og tengingar við önnur kerfi.

Fasteignaumsjónakerfi

Eignakerfi Advania hjálpa þér að hámarka árangur og halda betur utan um þínar leigueiningar, leigjendur, allt viðhald og viðeigandi reikningagerð. Kerfið hefur Mínar síður fyrir leigjendur, app fyrir viðhald eignanna, auðveldari reikninga- og beiðnagerð í gegnum S5 hugbúnaðarlausn og LiSU vefumsjónarkerfi Advania.

Fáðu ráðgjöf um sérsniðnar lausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn