Samþætting og ferli

Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum hér á landi treysta á samþættingarlausnir Advania til að auka skilvirkni. Með sjálfvirkum flutningi gagna og samnýtingu þeirra sparar þú tíma og fækkar innsláttarvillum.

Hugsaðu í ferlum, ekki kerfum

Upplýsingakerfi eru gjarnan hugsuð út frá kerfum þar sem eitt kerfi þjónar bókhaldi, annað sölu og svo framvegis. Í mörgum tilfellum má vera að þessi kerfi séu ekki hönnuð af sama framleiðanda og það þýðir að samnýting gagna getur reynst vandasamt verkefni. 

Á undanförnum árum hefur þróast önnur nálgun á upplýsingavinnsluna þar sem sjónarhornið er á verkferlana (e. Business Process), og þar hafa samþættingarlausnir komið sterkar inn. 

Samþætting og ferli

Sjálfvirknivæðing í fyrirtækum um allan heim hefur verið að stóraukast. Fyrirtæki í öllum greinum hafa séð gríðarleg tækifæri til að ná fram hagræðingu með því að nýta hugbúnað til að sjálfvirknivæða ferla.

Aukin sjálfvirkni

Kostur sjálfvirknivæðingar er að reka má ferla hratt og örugglega án þess að mistök verði á leiðinni. Á einfaldan hátt má tryggja hagræðingu og þannig auka framleiðni á hvern starfsmann. 

Jafnt stór og smá fyrirtæki geta nýtt sér sjálfvirknivæðingu á einfaldan hátt.

Einfaldaðu málið

Stærstu áskoranir sem stjórnendur og fyrirtæki standa frammi fyrir er spurningin um hvort ráða eigi fleiri starfsmenn. Krafann í dag er að ná fram aukinn hagræðingu án þess að auka útgjöld eða fjölga starfsmönnum.

Með því að fjárfesta í kerfum sem bjóða upp á sjálfvirknivæðingu er yfirleitt hægt að mæta kröfunni um aukið hagræði. Með því að innleiða sjálfvirknivæðingu má komast hjá því að fara í dýra samþættingu á stórum upplýsingakerfum.

Fyrirtæki geta þjálfað starfsmenn sína til að hagræða sjálfir í sínum ferlum og þannig sparað dýrmætan tíma sem nýtist til að auka virði starfseminnar.

Aukin sjálfvirkni

Einn helsti kostur samþættingarlausna er að þær einfalda flutning gagna milli ólíkra kerfa, óháð framleiðanda. Í mörgum tilfellum geta samþættingarlausnir útrýmt handvirkum skrefum í flutningi gagna.

Með aukinni sjálfvirkni í samnýtingu gagna minnkar þú líkur á skráningarvillum og skapar meiri tíma fyrir önnur verkefni.  

Áralöng reynsla af samþættingarlausnum

Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf um val lausna, arkitektúr og stefnumótun, sjáum um innleiðingu búnaðar og ferla, og getum einnig séð um vöktun og rekstur kerfanna. 

webMethods

Software AG er leiðandi fyrirtæki á sviði samþættingar hugbúnaðarkerfa og hefur þróað hugbúnað sem kallast webMethods. Lausnin gerir ólíkum hugbúnaðarlausnum kleift að tala saman. Advania og Software AG hafa tekið höndum saman og þróað útfærslu af webMethods sem er sérsniðin að þörfum og umfangi íslenska markaðarins. 

OutSystems

Margir standa frammi fyrir því vilja einfalda vinnuferla og bæta skilvirkni með hagræði í huga. Advania er samstarfsaðili OutSystems en notkun á því umhverfi við þróun ferla-og snjalltækjalausna hefur valdið straumhvörfum í hugbúnaðargerð um allann heim. Hægt er að afhenda fullbúnar lausnir á styttri tíma og með lægri tilkostnaði en áður hefur þekkst.

Fjöldamargar lausnir eru þegar í notkun hjá íslenskum fyrirtækjum og hafa þau upplifað afhendingartíma sem ekki á sér hliðstæðu.

W2GdyXFk.jpg

Foxtrot RPA

Margir standa frammi fyrir því vilja einfalda vinnuferla og bæta skilvirkni með hagræði í huga. Advania er samstarfsaðili Foxtrot Alliance þar sem gríðarlegur árangur hefur náðst við að hjálpa stórum sem smáum fyrirtækjum að sjálfvirknivæða innri ferla.

Meðal notenda Foxtrot eru:

  • Korta
  • ISS
Foxtrot-RPA_site.png

Engin þörf á stórri innleiðingu eða fjárfestingu

Láttu okkur sýna fram á að sjálfvirknivæðing virkar í þínu umhverfi og þannig getur þú tekið ákvörðun um það hvort eigi að fara í fjárfestinguna án skuldbindingar.

Foxtrot er sú RPA lausn sem færir þér mest virði á sem skemmstum tíma.
Gartner Inc.

TIBCO

Með lausnum frá TIBCO Software getur þú tengt saman og samþætt hugbúnaðar- og upplýsingakerfi frá ólíkum framleiðendum, og greitt fyrir rafrænum samskiptum á milli fyrirtækja og vefgátta.

Lausnin gerir þér því kleift að halda uppi upplýsingakerfi sem byggir á lausnum sem er bestar í sínum flokki, óháð framleiðanda. 

Hugbúnaðarlausnirnar frá TIBCO gera fyrirtækjum kleift að auka sjálfvirkni verkferla og spara þannig bæði tíma og fjármagn. 

Heyrðu í okkur um samþættingar og ferli

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan