Frelsi til að hugsa stórt og framkvæma
Komdu hugmyndum þínum hraðar í verk
Hannaðu nýstárlega þjónustu og bjóddu notendum upp á frumlegar viðskiptaupplifanir.
Endurhugsaðu notendaupplifunina
Stuðlaðu að nýjum stafrænum upplifunum sem auka skilvirkni og styðja þinn rekstur.
Umbreyttu starfseminni hraðar
Straumlínulagaðu reksturinn, skapaðu þér samkeppnisforskot og náðu nýjum mörkuðum.

Samkvæmt Gartner og Forrester er OutSystems öflugasta hraðþróunarumhverfið

Umbreytir þínu fyrirtæki hraðar

Dregur úr kostnaði við upplýsingatækni

Stórbætir framleiðni hugbúnaðarteyma
Byggir á Visual Full Stack Development
Byggir á Full Life Cycle Management
Talar við öll tæki
Spurt og svarað um OutSystems
OutSystems er hraðþróunar-umhverfi eða svokallað low-code platform. Hægt er að smíða öpp, vefi og heilu vefkerfin á áður óþekktum hraða. Það þýðir mun lægri þróunarkostaður, bæði við smíðina og við viðhald á lausnum sem smíðaðar eru.
OutSystems fellur vel að Gartner-hugmyndafræðinni um Pace Layer Stategy; að stilla tæknistakki fyrirtækja þanni að hægt sé að hreyfa sig hratt við breytingar og innleiðingar stafræns veruleika. Gartner og Forrester setja OutSystems í efsta sæti low-code umhverfa, ásamt SalesForce og Microsoft. OutSystems er einnig í efsta sæti fyrir multi-experience development platform hjá Gartner.
Borguð eru leyfisgjöld af kerfinu einu sinni á ári. Greitt er gjald fyrir hvert app eða vef sem smíðaður er, en þó aðeins brotabrot af því sem það kostaði áður sökum þess hve fljótlegt er að vinna í kerfinu. Þá er fljótlegra að breyta og endurbæta öppin/vefina þegar búið er að gefa þau út. Þannig lækkar viðhaldskostnaður til muna miðað við hefðbundin öpp og vefi.
Mörg fyrirtæki finna aukna þörf fyrir sértæk öpp um verkþætti í sínum rekstri, ekki eingöngu fyrir viðskiptavini heldur einnig fyrir starfsfólk. Svo sem öpp fyrir vinnuhópa eða einingar innan fyrirtækja. Sem dæmi eru vettvangslausnir og Mínar síður fyrir ýmsa hópa af viðskiptavinum.
Samkvæmt Gartner mun 65% allrar hugbúnaðarsmíði vera leyst í low-code umhverfum í kringum árið 2023. Bæði Gartner og Forrester setja OutSystems í efsta sæti yfir low-code umhverfi, ásamt SalesForce og Microsoft. OutSystems er einnig í efsta sæti fyrir multi-experience development platform hjá Gartner (2019).
Já takk, ég vil fá ráðgjöf
Senda línu
Ánægjulegt samstarf
Viðskiptavinir Advania


.png)

.png)

.jpg)
.jpg)
Verkin tala
Dæmi um OutSystems-verkefni Advania
Gagnaveita Reykjavíkur
Meðal margra lausna Gagnaveitunnar í OutSystems, eru 2 öpp kölluð Rekstur og Heimsókn. Í fyrra appinu er t.d. listi yfir tengistöðvar, stofnun verkbeiðna, úttektir og tól til að útbúa vettvangsskýrslu ef tjón verður á strengjum eða búnaði. Heimsókn er app fyrir vettvangsþjónustu GR, þar sem sjá má allar pantanir á ljósleiðaranum, sem eru svo bókaðar og unnar í gegnum appið. Allt ferlið við uppsetningu á samböndum fer í gegnum appið og gegnir það mikilvægu hlutverki í gæðastýringu hjá Gagnaveitunni.
VIRK
Upplýsingarkerfið VIRK sem smíðað er í OutSystems, er hjartað í allri starfsemi félagsins. Það heldur utan um allt ferlið við starfsendurhæfingu einstaklinga. Kerfið er mjög viðamikið og nær til alla hagsmunaaðila. Það er með marga sérvefi (Mínar síður) fyrir ýmsa hópa sem þurfa mismunandi virkni og aðgengi að starfseminni. Dæmi um slíka ólíka hópa eru einstaklingar, ráðgjafar einstaklinga, þjónustuaðilar (t.d. sjúkraþjálfarar, læknar) og lífeyrissjóðir.
Veitur
Veitur ákváðu að nota OutSystems til að flýta fyrir hugbúnaðarþróun með það að markmiði að gera rekstur sinn skilvirkari. Fyrsta lausnin var Öryggis- og forvarnarappur fyrir starfsmenn til að meta svæði áður en farið er í ákveðnar framkvæmdir. Þetta er gert til að tryggja öryggi starfsmanna áður en framkvæmdir hefjast og til að eiga skráningu og myndir af ástandi svæðisins fyrir framkvæmdir. Fleiri lausnir hafa svo komið í kjölfarið.
Fúsi - Advania
Fúsi er app frá Advania sem smíðað er í OutSystems og notað er til að halda utan um úttektar- og verkbeiðnir hjá leigufélögum sem partur af Leigukerfi Advania. Beiðnir eru stofnaðar í S5 kerfinu og skráðar á úrlausnaraðila. Úrlausnaraðilinn fær sínar beiðnir í appið, fyllir inn upplýsingar um vinnsluna og sendir úrlausnina loks úr appinu til S5. Hægt að tengja appið ofan á önnur kerfi en S5.
sendu okkur línu