Skóla- og menntunarlausnir

Inna

Allt sem þarf frá innritun til útskriftar í menntastofnunum

 

Inna er öflugt upplýsingakerfi fyrir fjölbreytta skólastarfsemi. Kerfið heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, s.s. vitnisburð, einkunnir, ástundun, mætingu, námsferil og margt fleira. Allar menntastofnanir (framhaldsskólar og símenntunarmiðstöðvar) þurfa að hafa öflugt og sveigjanlegt nemendabókhald og kennslukerfi, sem gerir þeim kleift að skipuleggja sitt skólastarf á sínum forsendum.

 
Advania1515.jpg

Vala

Nokkrar kjarnaeiningar sem vinna sem ein heild til að veita sveitarfélögum framúrskarandi lausn í tengslum við leikskóla, skólamat, frístundastarf, félagsmiðstöðvastarf og vinnuskóla


Í öllum Völu kerfum er mikil áhersla á að einfalda og auðvelda dagleg störf. Þetta er gert með ferlamiðuðu viðmóti sem endurspeglar þau verkefni sem starfsmenn inna af hendi á hverju degi. Öll Völu kerfin eru með öfluga umsóknarferla bæði fyrir forráðamenn og fyrir starfsmenn. En ein af lykilforsendum Völu er að allt sem forráðamenn geta gert í kerfinu geta starfsmenn einnig og þar með veitt framúrskarandi þjónustu.

 

Tölfræði í Völu er með tvennum hætti, annarsvegar sérsniðnar skýrslur og svo listar sem notendur geta kallað fram víða í kerfinu. Í flestum skjámyndum er Excel takki sem sækir gögn sem unnið er með hverju sinni og opnar í Excel. Vala er vefkerfi og því aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Vala er óháð tæknibúnaði og er því jafnt fyrir tölvur, spjaldtölvur eða snjallsíma og allar nýjustu tegundir af vöfrum eru studdir.
Advania1510.jpg

Helstu eiginleikar

  • Rafrænt innritunarkerfi
  • Reikningagerð
  • Skráningar og athugasemdir
  • Tölfræðisamantekt
  • Auðveldar tengingar við önnur kerfi

Sendu okkur fyrirspurn og fáðu fría ráðgjöf

Tölum saman

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan