Við eigum lausnir sem hjálpa þér að halda utan um skólamálin í leikskólum, menntaskólum,  frístundaheimilum og víðar. Skólaupplýsingakerfin okkar bjóða upp á mikla aðlögunarmöguleika og tengingar við önnur kerfi. 

Inna - fyrir fjölbreytta skólastarfsemi

Inna er skólastjórnunarkerfi sem hjálpar stjórnendum m.a. að stýra námsframboði í skólum, nemendaskrá, umsóknarferli og skipulagningu náms. Hugmyndafræði kerfisins er m.a. sú að dreifa ábyrgð á skráningu gagna þangað sem uppruni þeirra er og gera kennurum kleift að sjá um skráningu fjarvista og einkunna. 

Kerfið heldur utan um þætti á borð við umsóknir, reikningagerð, viðveruskráningar, einkunnir, vitnisburði, ástundun, námsferil og fleira. Forráðamenn og nemendur geta skoðað einkunna- og fjarvistaskráningar af nemenda- og foreldravef. 

Inna er samþætt við innritunargátt Menntamálastofnunar fyrir framhaldsskóla. Meðal notenda kerfisins eru skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar, foreldrar, nemendur, menntamálaráðuneytið og Hagstofa Íslands.

Sjáðu nánar um Innu
Helstu eiginleikar

 • Rafræn námskrá
 • Umsóknarvefur
 • Reikningagerð
 • Starfsmannaumsjón
 • Rafræn stundatafla
 • Einkunnaskráning
 • Skilvirkar aðgangsstýringar
 • Viðverukerfi

Vala - upplýsingakerfi fyrir leikskóla

Vala er samþætt upplýsingakerfi fyrir leikskóla, dagforeldra, sjálfstætt starfandi leikskóla og frístundaheimili. Kerfið er sveigjanlegt og styður meðal annars við umsóknarferli, afgreiðslu umsókna af biðlista, reikningagerð, upplýsingamiðlun til foreldra og almenna starfsemi leikskóla.

Helstu eiginleikar kerfisins eru rafrænt innritunarkerfi og biðlistavirkni, þar sem hægt er að stýra forgangsröðun í afgreiðslu umsókna eftir aldri barna eða aðstæðum foreldra ásamt öflugu reikningagerðar- og innheimtukerfi. 

Í kerfinu er stuðningur við starfsemi skólans með þar til gerðu rafrænu dagskipulagi, mati á hæfni nemenda, atburða- og viðveruskráningu ásamt rafrænum samskiptum við foreldra yfir foreldravef og með smáskilaboðum og tölvupósti. Kerfið tekur saman tölfræðiupplýsingar meðal annars vegna barngilda, reikningagerðar og biðlista.

Sjáðu nánar um Völu
Helstu eiginleikar

 • Rafrænt innritunarkerfi
 • Reikningagerð
 • Skráningar og athugasemdir
 • Tölfræðisamantekt
 • Auðveldar tengingar við önnur kerfi

Heyrðu í okkur um skóla- og menntunarlausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn