Við veitum stjórnendum þann stuðning sem þeir þurfa til að öðlast skýra sýn á tækifærin sem tækni skapar. Okkar hlutverk er að auka samkeppnishæfni viðskiptavina okkar og skapa þeim forskot með heildstæðri stafrænni stefnumótun og umbreytingu. 

Rekstrarumhverfi fyrirtækja breytist hratt. Rétt ákvörðunartaka byggir á góðum undirbúningi og sameiginlegum skilningi um hvert skal stefna. Þess vegna bjóðum við upp á sérhæfða ráðgjöf sem er sérstaklega ætluð stjórnendum fyrirtækja. 

Stjórnendaráðgjafar okkar hafa mikla reynslu af stefnumótun á sviði upplýsingatækni, stafrænni umbreytingu, og hagræðingu á innviðum og innra skipulagi fyrirtækja. Markmið þeirra er að hjálpa fyrirtækjum að hámarka virði og öðlast skýra sýn til framtíðar um hvernig nýta megi tækni til að bæta reksturinn á öllum stigum virðiskeðjunnar. 

 Innsæi stjórnendaráðgjafa okkar og greitt aðgengi þeirra að fjölbreyttri flóru upplýsingatæknisérfræðinga Advania gerir það að verkum að við erum í einstakri stöðu til að hjálpa fyrirtækjum að marka sér heildstæða árangursríka stefnu til framtíðar þegar kemur að stafrænni umbreytingu.

Ásta Þöll og Elísabet.jpg

Reynsla Securitas af ráðgjöf Advania

Öryggisfyrirtækið Securitas hefur lokið ítarlegri stefnumótunarvinnu með stjórnendaráðgjöfum Advania Advice. 

Ekki stóð á árangri af vinnunni að mati forstjóra Securitas. „Eftir margra mánaða vinnu get ég sagt að ávinningurinn sé augljós. Við erum samstilltari hópur, við erum sneggri að taka ákvarðanir og við vitum nákvæmlega hvert við stefnum. Nú höfum við markað okkur skýra stafræna stefnu og höfum viðskiptavininn í algjörum forgangi,“ segir Ómar Svavarsson forstjóri Securitas.Dæmi um verkefni sem stjórnendaráðgjafar okkar hafa unnið

Stafræn stefnumótun

Mótun sameiginlegrar sýnar á stefnumótun og forgangsröðun í upplýsingatækni.

GDPR

 Þarfagreining og aðstoð við innleiðingu á skjalfestu verklagi til að mæta kröfum um persónuvernd.

 

CRM

 Heildarstefnumótun á viðskiptatengslum og nýtingu CRM kerfa þvert á fyrirtæki.

 

Val á kerfum

 Þarfagreining og aðstoð við val á viðskiptakerfum og öðrum hugbúnaði.

Notendamiðuð hönnun

Kortlagning á vegferð viðskiptavinarins

Vegferð starfsmannsins 

Greining á vegferð starfsfólks, allt frá ráðningu til starfsloka með tilliti til upplifunar starfsfólks.

 

Stjórnendaráðgjöf Advania

Ráðgjafar okkar státa af fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýst hefur fjölmörgum fyrirtækjum í vegferð þeirra um að ná meiri árangri og hámarka virði sem viðskiptavinir þeirra upplifa. 

advania_vinnuhopur-7150.jpg

 

Charlotte Åström er viðskiptafræðingur og markþjálfi með víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og viðskiptaþróun frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Hún hefur leitt stefnumarkandi verkefni fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og fór meðal annars fyrir þeirri vinnu hjá DFDS, Arion banka og Össuri.

advania_vinnuhopur-4150.jpg

 

Ásta Þöll Gylfadóttir hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Hún hefur unnið með hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunar í stefnumótun og stafrænum þróunarverkefnum og hefur reynslu af agile-verkefnastjórnun. Hún hefur komið að nýsköpunarverkefnum og hugmyndaþróun við að bæta upplifun og þjónustu. 

advania_vinnuhopur-5150.jpg

 

Guðríður Hjördís Baldursdóttir er með M.B.A gráðu frá University of South Alabama. Hún hefur starfað að mannauðsmálum undanfarin 15 ár meðal annars sem mannauðsstjóri hjá Festi og Norvik. Hún hefur lagt áherslu á að ná bættum árangri með nýtingu stafrænnar þróunar og notendamiðaðrar upplifunar. 

 

photomissing.jpg

 

Elísabet Árnadóttir hefur víðtæka reynslu af stjórnun og ráðgjöf frá framleiðslu- og fjármálafyrirtækjum. Hún hefur annast gæðastjórnun, upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Elísabet hefur byggt upp og rekið gæðakerfi með ISO stöðlunum og ITIL. Elísabet hefur starfað hjá Stjörnu-Odda, Össuri, Arion banka sem gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs. 

Advania1644_01.jpg

Sérfræðiþekking Advania

Við bjóðum fjölbreyttar lausnir fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja og hjá okkur starfa hundruðir upplýsingatæknisérfræðinga sem sérhæfa sig í ráðgjöf, innleiðingu, rekstri og þjálfun. Stjórnendaráðgjafar okkar hafa því greiðan aðgang að víðtæku neti sérfræðinga á sviði upplýsingatækni.

Við sníðum þjónustu okkar og lausnir að þörfum hvers og eins. Þjónusta okkar spannar allt frá skammtíma ráðgjöf upp í altækan rekstur á upplýsingakerfum og -umhverfi. Þetta gerum við svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir - kjarnarekstri sínum. 

Heyrðu í okkur um Advice stjórnendaráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn